Fræðslukvöld fyrir foreldra

Miðvikudagskvöldið 28. sept. nk. kl 20.00 verður boðið upp á fræðslukvöld í skólanum þar sem fjallað verður um hinseginleikann. Þennan sama dag fá nemendur fræðslu og svo allt starfsfólk daginn eftir. Það skapar góðan umræðuvettvang heima ef foreldrar þiggja fræðsluna og eru þá enn betur í stakk búin til að svara spurningum barnanna.

Kynning á fræðslunni (tekið af heimasíðu Samtakanna 78)

Við ræðum hinseginleikann í allri sinni dýrð. Við erum öll að læra og mikilvægt er að spyrja spurninga og taka virkan þátt í fræðslunni til að læra sem mest og best. Við leggjum okkur fram við að vera skýr, koma fram af heilindum og af virðingu við þau sem fá fræðslu. Hinseginfræðin eru allskonar rétt eins og hinseginleikinn sjálfur. Í fræðslu Samtakanna ’78 er fjallað um hinseginleika, hvað það þýðir að vera hinsegin og hvert er hægt að leita fyrir aðstoð og stuðning.