Hrafn Jökulsson kemur í heimsókn í Þelamerkurskóla í fyrramálið og segir nemendum 5.-10. bekkjar frá Grænlandi, einkun austurströndinni. Hann mun segja frá kynnum sínum af landinu og fólkinu þar ásamt því að kynna fatasöfnunina fyrir öll börnin á austurströnd Grænlands. Á undanförnum átta árum hefur hann ásamt fleirum úr skákfélaginu Hróknum heimsótt Ittoqqortoormiit og haldið þar páskaskákhátíðir fyrir börnin.
Hrafn hittir nemendur í fyrsta tíma.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |