Frestun á útivistardegi morgundagsins og skíðaskóla 1.-4. bekkjar

Lokað hefur verið í Hlíðarfjalli sl. tvo daga og hefur skíðaskóli 1.-4. bekkinga því fallið niður. Veðurútlit í fjallinu er ekki gott á morgun þegar við ætluðum öll saman í fjallið og því hefur verið ákveðið að færa seinni tvo daga skíðaskólans sem og útivistardaginn yfir í næstu viku. Á mánudag og þriðjudag, 25. og 26. mars, verður skíðaskóli fyrir 1.-4. bekk og á miðvikudaginn 27. mars verður útivistardagurinn okkar þar sem við förum öll saman í fjallið.