Frétt frá nemendum um ratleik í Kjarnaskógi

Þann 15. október 2021 fóru nemendur og kennarar Þelamerkurskóla í ratleik í Kjarnaskógi. Þetta er ratleikur þar sem fólk á að finna fullt af sögupersónum úr barnabókum, til dæmis Línu langsokk, Múmínstelpuna, Fíasól, Stóra skrímsli, Greppikló og fleiri. Sögupersónurnar er samtals um það bil 13. Áður en farið er í ratleikinn þarf að skanna QR kóða. Þegar búið er að skanna kóðann þá opnar síminn/spjaldtölvan vefsíðu þar sem finna má upplýsingar um sögupersónur og neðst í textanum eru vísbendingar um hvar næstu sögupersónu er að finna.  Sögupersónurnar smíðuðu krakkar í 3.-4. bekk á sumarnámskeiði Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins. Við hvetjum alla til að kíkja í Kjarnaskóg og taka þátt í skemmtilegum ratleik.

Hér er slóð á myndasafn frá ferðinni í Kjarnaskóg

Fréttina skrifuðu nemendur í 9. bekk.