Frétt frá nemendum um skólahlaupið okkar

Þann 20. september hlupu nemendur og starfsmenn skólans norræna skóla hlaupið. Það var hlaupið frá Hlíðarbæ og hægt var að enda á Tréstöðum. Það var hægt að velja um að hlaupa 2.5, 5, 7.5 eða 10 kílómetra og það voru drykkjar- og ávaxtastöðvar á kílómetra mótunum. Það var fínasta veður og það var um það bil 11 stiga hiti og gekk vel að hlaupa.  

Myndir frá hlaupinu