Við í 5. og 6. bekk vorum í fræskiptum við skóla í Wales og þau sendu okkur fræ af fimm mismunandi trjátegundum í haust sem við settum niður í síðasta mánuði. Við sáðum þeim og eru komnar upp plöntur af Skógarfurunni okkar. Því miður er eitthvað skrítið að gerast hjá okkur, kannski er of heitt í náttúrufræðistofunni eða að við erum að sá of snemma, en alla vega komu plöntur upp sem eru margar að deyja núna. Við fylgjumst með þeim á hverjum degi og erum með þær hérna í stofunni hjá okkur og vonum að einhverjar þeirra lifi. Eftir páskafrí ætlum við aftur að sá fræjunum og vonum að það gangi betur hjá okkur þá.
Krakkarnir í 5. og 6. bekk, Hulda og Jónína.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |