Gaman í frímínútum

Gleði og gaman
Gleði og gaman

Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum bjóða nemendur í 5.-8. bekk upp á leiki í frímínútum. Í dag voru þau með leikinn að hlaupa í skarðið og var gaman að sjá brosin á andlitum nemenda sem skemmtu sér konunglega. Veðrið lék við okkur, einstaklega fallegt haustveður og mátti sjá nemendur í fótbolta, körfubolta, að róla, renna, spjalla, spila og leika. Líf og fjör. Hér eru nokkrar myndir.