Um miðjan október var fyrsta opna húsið í Kelikompunni fyrir 7.-10. bekk og var það haldið á vegum unglinganefndar Smárans. Vel var mætt og mikið stuð, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ýmislegt var brallað, t.d. búnir til myndarammar úr pappa og klemmum og hirsla fyrir gemsana þegar verið er að hlaða þá, spilað, teflt, farið í leiki og spjallað. Krakkarnir ákváðu að endurtaka leikinn í nóvember og stefna að því að hafa opið hús í Kelikompunni einu sinni í mánuði. Hér má sjá myndir sem teknar voru um kvöldið.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |