Í gær var full dagskrá í skólabúðunum. Allir nemendur fóru á tvær starfstöðvar, í frítíma og kvöldvöku. Starfstöðvarnar sem buðust voru Undraheimur auranna, heimsókn á byggðasafnið, íþróttir og sund og stöðvaleikur.
Kvöldvakan var að þessu sinni í höndum nemenda sem buðu uppá leiki og einn nemandi sýndi spilagaldur. Í dag er sams konar dagskrá en á morgun verður diskótek og hin sívinsæla hárgreiðslukeppni í stað kvöldvökunnar.
Fleiri myndir hafa bæst við í myndaalbúmið frá Reykjum og reglulega yfir daginn setjum við inn stuttar tilkynningar og myndir á Twittersvæði skólans, @thelamork.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |