Kvenfélag Hörgdæla hefur í gegnum tíðina sýnt Þelamerkurskóla mikinn velvilja. Nú hefur skólanum borist höfðingleg gjöf í formi peningaupphæða til hönnunar og smíðakennslu, myndmenntar og handmenntar. Kennarar þessara greina munu nýta gjöfina til að kaupa stærri tæki og tól sem án efa koma til með að hafa jákvæð áhrif á nám nemenda. Skólinn þakkar kvenfélaginu innilega fyrir gjöfina sem og almenna velvild.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |