Einn af fyrrverandi nemendum skólans, Sigmar Ari Valdimarsson kom í skólann um daginn og afhenti nemendum 1. bekkjar endurskinsvesti að gjöf. Slysavarnarfélög og hjálparsveitir í landinu í samvinnu við nokkur fyrirtæki afhenda öllum skólum á landinu endurskinsvesti að gjöf til að nota í vettvangsferðum nemenda 1. bekkjar. Sigmar starfar með hjálparsveitinni Dalbjörgu.
Seinna sama dag kom Þorsteinn E. Arnórsson þjónustufulltrúi hjá verkalýðsfélaginu Einingu Iðju og afhenti skólanum fyrstu tvö bindin af sögu Alþýðusambands Íslands. Fyrra bindið heitir Í samtök og það síðara Til velferðar.
Bæði Dalbjörgu og Einingu Iðju eru hér með færðar bestu þakkir skólans fyrir þessar gjafir.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |