Skátahreyfingin á Íslandi hefur á undanförnum árum staðið fyrir Góðverkadögunum um land allt undir yfirskriftinni Góðverk dagsins.
Góðverkadagarnir eru skemmtileg útfærsla á aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Hugmyndin er að árlega verði haldnir sérstakir góðverkadagar með virkri þátttöku allra landsmanna.
Á heimasíðunni www.godverkin.is eru allar upplýsingar um Góðverkadagana og þar er líka góðverkadagbókin. Á heimasíðunni geta allir skráð sín eigin góðverk og góðverk sem þeir hafa orðið vitni að. Einng er hægt að fylgjast með Góðverkadögunum á Facebook síðunni Góðverk gleðja.
Þelamerkurskóli er þátttakandi í Góðverkavikunni og á næstu dögum verður gaman að fylgjast með útfærslu kennara og nemenda á þátttökunni.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |