Grænfáninn - hænsnarækt

Eitt af grænfánaverkefnum skólans í vetur var að fara út í hænsnarækt. Í haust lét Bjarney Vignisdóttir frá Litlu Brekku okkur fá nokkra hænsnfugla sem fengu framtíðarhúsnæði í kofa við skólann. Í vetur hafa starfsmenn Grænfánans síðan skipst á að hugsa um þær. Fimmtudaginn 1. desember kom síðan fyrsta eggið frá ræktunarbúinu.