Hæfileikakeppnin Fiðringur

Keppendur Þelamerkurskóla í Fiðringi 2025
Keppendur Þelamerkurskóla í Fiðringi 2025

Fiðringur á Norðurlandi var haldinn í Hofi, Akureyri miðvikudaginn 7. maí. Fiðringur er hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8. - 10. bekk í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Keppnin fór fram í fjórða sinn núna og mættu níu skólar af Norðurlandi til leiks. 

Fyrir hönd Þelamerkurskóla tóku Arnsteinn Ýmir Hjaltason, Efemía Birna Björnsdóttir, Tinna Margrét Axelsdóttir og Ylva Sól Agnarsdóttir þátt með atriðið Kamelljónið. Það fjallaði um hvernig við breytumst eftir því hverja við umgöngumst. Auk keppenda voru Karlotta Klara Helgadóttir og Kaja Líf Wilkinson Jónsdóttir sviðsmenn og Sigurður Sölvi Hauksson og Rafael Hrafn Keel Kristjánsson tæknimenn. 

Atriði keppenda eru alfarið hugarsmíð nemenda og mikil áhersla er lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð. Nemendur útfæra atriðið sjálf, allt frá búningum, leikmynd, ljósum, sviðshreyfingum og hljóðin.  Keppendur hafa unnið undir handleiðslu Margrétar Sverrisdóttur þessa önnina og þökkum við henni kærlega fyrir hennar framlag. 

Hér er hlekkur á keppnina í heild sinni og hér eru nokkrar myndir af atriði skólans.