Við höfum fengið sex nýjar hænur í vistun til okkar í skólann. Það eru þær Litla Gæf, Kola, Mjallhvít, Litla Hvít, Ósk og Snjóey. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn. Þessar nýju hænur koma úr góðri ræktun og sagðar vera einstaklega geðgóðar og verpa vel yfir meðallagi að sögn bóndans í Auðbrekku. Fyrir eru fjórar stórar og vel aldar hænur í kofanum. Þær hafa lofað að taka vel á móti þeim yngri. Það voru brosmild og spennt börn í mílunni sem sáu hvað var um að vera og hlakka til gauka að þeim sniglum, ormum og öðru góðgæti. Hænurnar eru samstarfsverkefni milli okkar og tveggja heimila. Fjölskyldan á Laugalandi hefur séð um hænurnar um helgar, á tyllidögum og yfir sumartímann. Þær nýju eru samstarfsverkefni með fjölskyldunni í Auðbrekku og munu þær fara heim til sín yfir sumartímann. Nemendur í umhverfisráði sjá um hænurnar og bera ábyrgð á þeim ásamt fullorðna fólkinu í nefndinni. Þau geta síðan boðið öðrum í námshópunum að koma með sér.
Hænurnar lita skólabraginn lífi, gaggi og fjölbreytni í skólastarfinu. Hér eru myndir frá afhendingunni.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |