Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið standa grunnskólakennarar í kjarabaráttu. Hópur innan Félags grunnskólakennara hefur hvatt félaga sína til vinnustöðvunar miðvikudaginn 30. nóvember kl. 12:30 ef samningar hafa ekki tekist. Kennarar Þelamerkurskóla hafa ákveðið að taka þessari áskorun. Þess vegna verður heimferð nemenda flýtt á miðvikudaginn og fara rúturnar frá skólanum kl. 13:00.
Ef samningar takast fyrir þann tíma verður skóladagurinn eins og venjulega. Ef svo verður munum við setja tilkynningu á heimasíðu skólans um leið og við fáum um það upplýsingar.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |