Eins og vant er stóðu nemendur sig með stakri prýði í Norræna skólahlaupinu í morgun. Veðrið var milt en ýmist súld eða rigning. Það gerði lítið til því rúturnar ferjuðu nemendur aftur í skólann að loknu hlaupi og allir gátu farið í sund, heitan pott og sturtu í Jónasarlaug þegar þangað var komið. Eftir það var hádegismatur og síðan gátu nemendur látið líða úr sér með því að lesa í yndislestrarbókinni sinni.
Það voru 72 nemendur sem fóru samtals 380 km.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |