Um þessar mundir hafa nemendur og kennarar komið sér saman um hlutverkin í skólastofunni. Markmið þeirra er að auka ábyrgð nemenda á umhverfi sínu og þátttöku þeirra í skólastarfinu. Eitt hlutverkanna er að vera borðstjóri, hvert borð í mötuneytinu er með borðstjóra og skiptast nemendur á að sinna því hlutverki. Verkefni borðstjórans er að skila borðinu og svæðinu í kringum það hreinu og gæta þess að allir við borðið hafi það sem þeir þurfa.
Hlutverkin eru fleiri eins og þessi færsla á Facebook síðu skólans sýnir. Foreldrar eru hvattir til að ræða hlutverkin við börnin sín.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |