Hrekkjavökugleði Þeló

1. bekkur var í miklu stuði þennan dag
1. bekkur var í miklu stuði þennan dag

Það var mikið stuð hjá okkur á hrekkjavökunni þriðjudaginn 31. október. Nemendur mættu í alls kyns búningum, skólinn var vel skreyttur og í ávaxtastund var boðið upp á hryllilegar mandarínur sem Sandra, Kristín og Kaja í 9. og 10. bekk sáu um að teikna á. Eftir hádegi var bíó- og poppstund og skemmtum við okkur konunglega! Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.