Húnaferð 5. og 6. bekkjar

Fimmtudaginn 7. september buðu Hollvinir Húna 5. og 6. bekk í siglingu á Húna II. Hollvinir Húna eru samtök sem sjá um rekstur bátsins Húna II. Samtökin hafa séð um að bjóða 5. og 6.bekk í siglingu frá árinu 2006 og er þetta samstarfsverkefni Hollvina Húna II, Samherja, Auðlindadeildar Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar. Markmið verkefnisins er að efla áhuga og auka þekkingu nemenda á sjávarútvegi, lífríki sjávar, sjómennsku og hollustu sjávarfangs.


Siglt var út Eyjafjörð á Húna II og fengu nemendur að veiða fisk á stöng, aflinn var svo grillaður og nemendur og starfsfólk fengu að gæða sér á aflanum. Ferðin var afar skemmtileg og fróðleg. Hér má sjá myndir frá ferðinni.