Innritun í Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2023-2024

Innritun nýrra nemenda við Þelamerkurskóla er komin á rafrænt form sem finna má á þessum hlekk ://www.horgarsveit.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/innritun-i-thelamerkurskola-2023

Með skráningu þeirra upplýsinga sem hér er beðið um, telst barn formlega innritað í Þelamerkurskóla.

Skólaakstur er frá heimilum og að skóla. Skólinn hefst kl 8.20 að morgni og lýkur kl. 14.25 mánudaga - fimmtudaga og kl. 12.45 á föstudögum.

Skólinn skaffar öllum nemendum öll gögn sem nota þarf í skólanum, s.s. ritföng og bækur. Nemendur koma því ekki með pennaveski að heiman. Það er gott að hafa litla skólatösku en hún þarf ekki að vera stór. Það eina sem slík taska þarf að rúma er lestrarvasi sem nemandi fær í skólanum í haust, sem og auka föt, sundföt og íþróttaföt.