Jólaljósadagurinn

Ein af jólahefðum skólans er að allir nemendur skólans fara upp í hlíðina fyrir ofan skólann og kveikja þar á útikerti til þess að fagna komu jólanna. Veðrið var eins og best var á kosið þegar nemendur skunduðu upp í hlíðina fyrir ofan skólann og kveiktu á sínu jólakerti. Það er alltaf svo hátíðlegt að sjá ljósin lýsa upp snævi þakta hlíðina.

Hér má sjá nokkrar myndir frá jólaljósadeginum.