Jólamarkaðurinn

Þriðja árið í röð halda nemendur og starfsfólk Þelamerkurskóla jólamarkað í stað jólaföndurs. Að þessu sinni verður markaðurinn haldinn 1. desember kl. 15:00-17:00. 

Nemendur hafa bakað smákökur, skreytt kerti og smíðað gripi í smíðastofunni. Til stendur að brenna möndlur, búa til brjóstsykur, karamellur, sækja skreytingaefni upp í skóg og gera pappírsföndur úr gömlum bókum. Allur varningur markaðarins verður seldur á hóflegu verði. Einnig verður hægt að koma við í mötuneytinu og kaupa sér heitt kakó og vöfflur. 

Jólamarkaðsráðið sem skipað er, Heiðdísi úr 9.b ekk, Sóley Söndru úr 8. bekk og Önnu Ágústu úr 10. bekk kom saman í morgun. Á fundinum var ákveðið að í ár myndi ágóði markaðarins renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 

Allir eru velkomnir á markaðinn.