Jólamarkaðurinn er á morgun

Á morgun kl. 15-17 verður jólamarkaður Þelamerkurskóla. Mikið af góðgæti og margt góðra muna verða á boðstólnum á hagstæðu verði. Einnig verður hægt að kaupa sér vöfflur, kaffi og kakó með rjóma í mötuneytinu. 

Nemendur verða í skólanum þar til markaðnum lýkur (þ.e.) fara ekki heim á venjulegum tíma. Eftir hádegismat verða nemendur með umsjónarkennara og gera varninginn og söluborðin tilbúin. 

Hérna er yfirlit yfir það sem verður í boði og einnig verðið.

Verið velkomin í jólastemmningu í Þelamerkurskóla.