Jólaskautadagurinn

Miðvikudaginn 19. desember verður farið með alla nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og eru með umsjónarkennara í fyrsta tíma. Þennan tíma er lestur að eigin vali. Nemenda eða kennaralestur.

Morgunmatur hefst kl. 8.50. Eftir morgunmat eða kl. 9.15 verður lagt af stað frá skólanum og byrjað að skauta kl. 9.40. Kl. 11.15 göngum við að jólatrénu á Ráðhústorgi og syngjum nokkur jólalög undir stjórn Siggu Huldu. Heimferð frá Ráðhústorgi er kl. 11.50.

Nemendur borða hádegismat í skólanum. Eftir hádegismat eða um kl. 12.30 verður jólabíó í skólanum fram að heimferð sem verður á venjulegum tíma.

 Athugið: Nemendur þurfa ekki að borga sig inn á svellið eða fyrir skautaleigu. Það er kalt inni í Skautahöllinni og því er gott að muna eftir að vera í  hlýjum fötum.  Ætlast  er til að allir nemendur verði með hjálma og eru þeir innifaldir í skautaleigunni.