Jólaskautaferð í Skautahöllina

Í mörg ár hefur verið hefð fyrir því í skólanum að fyrir jólin er farið með alla nemendur skólans á skauta í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er alltaf skemmtilegur dagur og nánast allir nemendur bregða sér á skauta undir glymjandi tónum jólalaganna. Eftir skautaferðina gengu nemendur síðan fylktu liði að Ráðhústorginu og sungu þar og dönsuðu kringum stóra jólatréð.  Síðan var farið í skólann og nemendur fengu hádegismat. Eftir hádegi var svo jólabíó í skólanum fram að heimferð skólabíla.

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru þennan dag.