Daginn fyrir litlu jólin fóru allir nemendur saman á skauta og skemmtu sér vel við diskóljós og jólatónlist. Eftir að hafa skautað í rúman klukkutíma og fengið sér hressingu, gekk svo hersingin sem leið lá í gegnum innbæinn og inn á ráðhústorg þar sem gengið var í kringum jólatréð og sungið við undirleik Jóns Þorsteins frá tónlistarskóla Eyjafjarðar. Skemmtilegur dagur að venju.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |