Þrír kennaranemar á öðru ári í kennaranámi við Háskólann á Akureyri eru nú við skólann í vettvangsnámi. Nemarnir heita, Karen, Esther og Kristín. Þær fylgjast með kennslu í öllum námshópum og kynna sér námskrá og umhverfi skólans. Þær verða í skólanum til og með fimmtudeginum 8. október.
Það var við hæfi að þeirra fyrsti dagur í vettvangsnámi bæri upp á alþjóðadegi kennara. Meðal þess sem gert var í tilefni dagsins var myndband um uppáhaldskennara ýmissa vegfarenda:
Uppáhalds kennarinn minn from Kennarasamband Íslands on Vimeo.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |