Í gærkvöldi var söngvakeppnin NorðurOrg á Húsavík en hún er undankeppnin hérna fyrir norðan fyrir söngvakeppni Samfés sem fer fram í Reykjavík í mars. Fyrir hönd Þelamerkurskóla söng Kolbrún Birna Bergvinsdóttir lagið Halo sem þekkt er í flutningi söngkonunnar Beyonce. Eyrún Lilja Aradóttir og Ingunn Birna Árnadóttir sáu um bakraddir. Agnar Páll Þórsson lék undir á gítar, Ágúst Þór Þrastarson spilaði á píanó og Baldur Logi Jónsson sá um bassaleik.
Það voru 17 atriði víðs vegar af Norðurlandi sem tóku þátt í NorðurOrgi og fimm þeirra komust áfram, þar á meðal framlag Þelamerkurskóla. Það þýðir að hópurinn mun taka þátt í Söngvakeppni Samfés í Reykjavík í mars.
Til hamingju krakkar og takk fyrir framlag ykkar.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |