Kósýdagur: jólaljós, laufabrauð og smiðjur. Myndir

Við hófum daginn í dag á jólaljósaferðinni okkar þar sem við kveiktum á um 70 friðarkertum til að lýsa upp aðventuna og njóta fegurðar og friðar. Skólavinir hjálpuðust að og allt gekk eins og í sögu. Að ljósaferð lokinni sungum við og dönsuðum í kringum jólatréð við undirleik Jóns Þorsteins og Kristjáns frá tónlistarskólanum. Þá tók við kósýdagur þar sem nemendur flökkuðu á milli stöðva að eigin vali. Þar varð til fjöldi listaverka í myndmennta- og smíðastofunum auk þess sem nemendur skáru út laufabrauð, spiluðu, forrituðu, prófuðu nýjustu græjur skólans og fengu nudd, slökun og naglalakk.  Eftir hádegið fóru sumir í sund og aðrir stunduðu hreyfingu eða heilaleikfimi í íþróttasal og skólastofu. Ljúfur dagur í alla staði og nemendur voru til fyrirmyndar.

Myndir frá ljósaferðinni - yfirlitsmyndir af ljósadýrðinni og skólasvæðinu tók Birgitta Lúðvíksdóttir. 

Myndir frá kósýdeginum