Lært um matarframleiðslu og geymsluaðferðir fyrri tíma

Fimmtudaginn 13. febrúar fór miðstig í heimsókn í Nonnahús. Þar var búið að setja upp sýningu á hlutum sem tengjast vinnslu mjólkurafurða í gamla daga og fengum við fræðslu um matarframleiðslu og geymsluaðferðir fyrri tíma. Ragna Gestsdóttir tók á móti hópnum og sýndi okkur meðal annars hvernig rjómi verður að smjöri og  bauð okkur að smakka mysu og sviðasultu. 6. bekkingar munu búa til sviðasultu nú í vikunni sem borðuð verður á þorrablóti sem þeir halda nk. föstudag fyrir 1. - 6. bekk.  

Myndir