Lið Þelamerkurskóla komst áfram í undankeppni Fiðrings!

Önnur af tveimur undankeppnum Fiðrings, hæfileikakeppni grunnskóla á Norðurlandi, var haldin í Laugarborg í gær. Lið Þelamerkurskóla stóð sig frábærlega á sviðinu með kraftmikiði og áhrifaríkt atriði sem stelpurnar hönnuðu sjálfar frá grunni.  Margrét Sverrisdóttir leikkona var þeim til halds og trausts í gegnum allt ferlið. Hópinn skipa þær Ester Katrín, Kaja Líf, Lára Rún og Juliane Liv. Þrír skólar af sex komust áfram og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar úrslitin voru kynnt, en okkar stelpur tryggðu Þelamerkurskóla sæti á úrslitakvöldi Fiðrings sem haldið verður í Hofi þriðjudaginn 25. apríl kl 20.

Við óskum þessum hæfileikaríku stelpum innilega til hamingju!