Á bekkjarfundi og lífsleikni í dag tókum við umræðu um mannréttindi og unnum verkefni því tengdu. Nemendur áttu að ímynda sér að þeir væru landnemar í nýju landi þar sem engin lög eða reglur eru til. Þau þurftu að teikna eyjuna, gefa henni nafn og ákveða hvaða réttindi fólkið á eyjunni átti að hafa. Upp spunnust því umræður um hvað væru mikilvæg réttindi og hvað ekki, eins var gaman að velta hugtakinu mannréttindi fyrir sér.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |