Þrátt fyrir óveðrið í gær ætti skólaakstur að geta orðið með nokkuð eðlilegum hætti. Alla vega munu skólabílarnir fara af stað á sínum venjulega tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur mokstur á helstu leiðum yfir. Foreldrar eru samt beðnir um að fylgjast með skólabílunum því eins og gefur að skilja er ekki alveg öruggt að bílarnir muni geta haldið áætlun.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |