Meira um veður og færð

Þar til annað kemur í ljós er gert ráð fyrir eðlilegu skólahaldi á morgun, fimmtudag, en það veltur þó á því hvernig gengur að ryðja burt þessum þunga snjó af vegum og heimreiðum.
 
Við verðum með puttann á púlsinum og biðjum alla aðstandendur að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið, ýmist í tölvupósti, útvarpi eða á heimasíðu og facebook síðu skólans. Verði einhver röskun á skólastarfinu verður jafnframt sent út sms, eins og venjulega þegar það gerist.
 
Við vonum innilega að veðrið hafi ekki valdið neinum skaða og hugsum til þeirra sem glíma við rafmagnsleysi. Vonandi leysist úr því sem fyrst.