Nemendur 9. og 10. bekkjar fóru á ljósmyndasýninguna Hirosima/Nagasaki í Menningarhúsinu Hofi í gær. Sýningin er afar áhrifamikil og voru nemendur margs vísari eftir þessa heimsókn. Fyrir sýningu fengu nemendur fræðslu um málefnið og kynningu á verkefnum sem leysa átti á sýningunni. Með þessum hætti voru allir undirbúnir og fengu því vonandi mikið úr sýningunni. Að sýningu lokinni fengu allir ís og héldu glaðir heim.
Myndir frá heimsókninni eru inni á myndasíðu skólans.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |