Mílan alla daga

Hver dagur í Þelamerkurskóla hefst á Mílugöngu nemenda og starfsfólks. Mílan er hugmynd sem á upptök sín í Skotlandi, en markmiðið með Mílunni er að efla andlega og líkamlega heilsu nemenda og starfsfólks. Búið er að stika 400 metra hring við skólann og eru gengnir lágmark fjórir hringir og tekur gangan um 15-20 mínútur. Að göngu lokinni fara allir inn að lesa fram að morgunmat. Í Mílunni anda allir að sér súrefni á meðan þeir spjalla um daginn og veginn ýmist við félaga sína eða starfsfólk skólans, njóta umhverfisins í ró með sjálfum sér á sínum hraða eða taka á sprett og líta á þetta sem góða hlaupaæfingu í morgunsárið. 

Rannsóknir á áhrifum Mílunnar hafa sýnt fram á aukið sjálfstraust nemenda, aukið líkamlegt og andlegt heilbrigði, minni kvíða, aukna einbeitingu, bætt minni og bættan námsárangur. 

Undir þessum hlekk er hægt að lesa um míluna og skoða niðurstöður rannsókna.

Undir þessum hlekk er hægt að sjá myndir frá mílugöngunni.