Mílan - frá sjónarhorni 8. bekkinga

The Daily Mile

Það sem við erum að gera í mílunni er að ganga, hlaupa eða skokka eina mílu. Ein míla er 1,6 km. Síðastliðið vor var búinn til hringur sem er 400 metrar, þannig að til þess að fara eina mílu þarf maður að fara 4 hringi. En núna í vetur hefur verið mikill klaki á mílunni, þá gerði miðstig aðra leið ofan á snjónum, þá göngum við frá skólanum út að húsi Norðurorku sem stendur norðan við Laugaland og til baka. Þrír hringir eru ein míla. Síðastliðið haust voru kennarar og nemendur mjög duglegir að ganga míluna en þegar það dró nær vetri hættum við að  nenna jafnoft að fara út að ganga míluna vegna veðurs, myrkurs og færið var stundum erfitt. 

Markmið með mílunni  er að vakna betur á morgnana og líka bara bæta vellíðan.

Mér finnst það vera hressandi að ganga míluna á morgnana, en það getur líka verið svolítið kalt.