Myndir frá skíðaskóla og útivistardegi

Í marsmánuði fóru yngri nemendur skólans í skíðaskóla í Hlíðarfjalli þar sem kennarar komu sumum frá því að hafa aldrei stigið á skíði yfir í að renna sér óhikað í stærri brekkum og styrktu aðra í að verða enn öruggari til að geta farið yfir í stærri lyftur og enn brattari brekkur. Skíðaskólinn er frábært framtak sem gerir það að verkum að á útivistardegi skólans er góð mæting hjá nemendum og allir nemendur eru sjálfbjarga í lyftum og brekkum. Hún Birgitta á Möðruvöllum mætti með myndavélina sína góðu og var svo almennilega að gefa okkur allar myndirnar sem hún tók. Færum við henni bestu þakkir fyrir. Eðli málsins samkvæmt náðust ekki nærmyndir af öllum sem skíðuðu í stærstu brekkunum en þarna má sjá einbeitingu og gleði úr augum bæði nemenda og starfsfólks. Myndir