Myndir frá vorferð að Hólavatni

Það er óhætt að segja að vorferðin okkar að Hólavatni hafi heppnast eins vel og mögulegt var. Allir nutu þess að busla, sigla, synda og leika sér í 21 stigs hita í náttúrufegurðinni að Hólavatni. Eftir grillaða hamborgara a´la Óli héldum við svo í sundlaug Akureyrar þar sem nemendur skemmtu sér ekki síður vel í sólinni. Er heim í skóla var komið fengu svo allir frostpinna áður en skólabílarnir fóru af stað. Stórkostlegur dagur frá upphafi til enda og nemendur voru eflaust margir þreyttir en sælir það sem eftir lifði dags!

Myndir frá ferðinni.