Menntabúðir Eymenntar er vettvangur þar sem kennarar koma saman og kenna hver öðrum og þreifa sig áfram við notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Skólarnir sem standa að Eymennt eru Grunnskóli Fjallabyggðar, Dalvíkurskóli, Þelamerkurskóli, Oddeyrarskóli, Brekkuskóli og Hrafnagilsskóli. Öllum kennurum við Eyjafjörð og víðar býðst að koma á menntabúðirnar. Í vetur hafa skólarnir sex sameinast um að halda sex menntabúðir, eina í hverjum skóla. Verkefnið er styrkt af Endurmennunarsjóði grunnskóla og er þetta annað árið þessa öfluga grasrótarverkefnis. Kennarar hafa tekið menntabúðunum vel, því í vetur hafa skráningar á þær verið frá 40 til rúmlega 100 og mætingar verið frá 30 til 70 manns.
Næstu menntabúðir verða haldnar í Þelamerkurskóla þriðjudaginn 21. febrúar kl. 16:15-18:00. Dagskrá og skráning eru á auglýsingunni hérna fyrir neðan. Við í Þelamerkurskóla hlökkum til að taka á móti fróðleiksfúsum gestum.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |