Núvitund í náttúrunni - ferð á Fálkafell

Nemendur í valgreininni Allt sem er gott skelltu sér í göngu upp á Fálkafell miðvikudaginn 14.apríl sl. með Guðrúnu kennara. Þema tímans var útivist og núvitund en undanfarið hafa nemendur verið að læra um núvitund (mindfulness) og fleiri leiðir sem auka vellíðan og hamingju.

Veðrið var ágætt, heldur mikill vindur, en krakkarnir létu það ekki á sig fá heldur gengu vaskir upp á fellið. Þegar upp var komið var farið í að sjóða vatn á prímus og búa til ljúffengar bollasúpur sem gott var að gæða sér á eftir gönguna. Anda og njóta var innlegg kennara meðan sötrað var á súpunum og áður en haldið var niður stóð hópurinn  í nokkrar mínútur og naut augnabliksins. Fyrst með vindinn í fangið til að sækja sér kraft og svo var horft yfir fjörðinn og andað djúpt nokkrum sinnum áður en valhoppað var niður Fálkafellið. Ekki var annað að sjá en að allir hafi notið ferðarinnar frá upphafi til enda.

Myndir frá ferðinni