Nýir starfsmenn á næsta skólaári

Það hefur ekki oft komið fyrir að Þelamerkurskóli byrjar skólaárið með mörgum nýjum starfsmönnum. Þannig verður það í ár því fimm nýir starfsmenn hefja skólaárið með okkur: 

  • Bryndís Sóley Gunnarsdóttir sem nýlega lauk BEd prófi við HA mun leysa Höllu Björk af í barneignaleyfi hennar fram í miðjan nóvember. Hún mun að mestu kenna með Huldu í 5.-7. bekk. 
  • Birna Baldursdóttir íþróttakennari leysir Rögnu íþróttakennara af þar til hún kemur úr barneignaleyfi í mars á næsta ári.
  • Ragnheiður Lilja Bjarndóttir grunnskólakennari og sérfræðingur við MSHA leysir Ingileif af í námsleyfi hennar allt næsta skólaár. 
  • Margrét Magnúsdóttir sérkennari leysir Jónínu Garðarsdóttur af næsta skólaár en hún hefur beðið um launalaust leyfi í eitt ár. 
  • Sigríður Hulda Arnardóttir tónmenntakennari er aftur komin til liðs við okkur og kenna nemendum 1.-6. bekkjar tónmennt ásamt því að vera með smiðjur og námsaðstoð hjá nemendum 1.-4. bekkjar. 

Við bjóðum allt þetta fólk velkomið í hópinn og hlökkum til að starfa með þeim næsta vetur.