Nýtt skóladagatal

Eins og fram hefur komið hefur skólastjóri lagt til að skólasetningu verði frestað um viku vegna stöðu framkvæmda við skólann. Fræðslunefnd Hörgársveitar fundaði um tillögu skólastjóra fyrr í kvöld. Á fundinum var nýtt skóladagatal samþykkt. Það gerir ráð fyrir að skólinn verði settur fimmtudaginn 28. ágúst kl. 16. Allir nemendur fá bréf heim til sín með nánari upplýsingum um skólabyrjunina. 

Til að mæta frestuninni á skólabyrjun voru eftirtaldir dagar gerðir að skóladögum:

  • starfsdagur kennara 3. október,
  • haustleyfið 28. október
  • starfsdagur kennara 15. maí.
  • Skólaslitin færast til 6. júní í stað 4. júní.

Á fundi fræðslunefndar var einnig samþykkt að bjóða vistunarúrræði fyrir nemendur 1.-4. bekkjar sem á því þurfa að halda frá 25.-29. ágúst. Foreldrar fá nánari upplýsingar í tölvupósti. 

Nýtt skóladagatalið í heild sinni er hægt að nálgast á þessari slóð.