Ólympíuhlaup ÍSÍ - Norræna skólahlaupið

Ef veður leyfir verður hlaupið haldið á Skottinu og byrjar við Hliðarbæ.  Rútur keyra nemendur til og frá skóla. Fyrsta rútan fer frá skólanum kl. 9:30. Í henni verða þeir nemendur sem ætla að hlaupa 10. km. Rútan fer svo aftur í skólann og sækir þá sem hlaupa 2,5 km og 5.0 km. 

Á leiðinni verða kennarar á drykkjarstöðvum þegar nemendur hafa hlaupið  2,5 km. og 5 km. Allir fá svo banana þegar þeir koma í mark.

Þegar komið er til baka úr hlaupinu verður hægt að fara í sturtu í Jónasarlaug milli kl. 12.00 og 12.30.  Kl. 12:30 er matur og heimferð á venjulegum tíma.

ATH: Til vonar og vara eru nemendur beðnir um að koma með skólatöskur á morgun ef hætt verður við hlaupið.