Orð vikunnar

Í hverri viku er í skólanum unnið með Orð vikunnar. Orðin eru rýnd í bak og fyrir, nemendur finna skyld orð, pæla í merkingu orðsins, búta orðið niður í litlar einingar og leika sér með það á fjölbreyttan hátt. Markmiðið með orðarýni er að efla orðvitund nemenda, orðaforða þeirra og áhuga á tungumálinu. Afrakstur vinnunnar hangir svo á vegg í matsal skólans. Í þessu myndaalbúmi má sjá dæmi um orðavinnuna.