Öskudagsgleði í skólanum á þriðjudaginn

Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði í skólanum okkar á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 28. febrúar  nk. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum og máluð, en fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Hádegismatur verður frá kl. 12.00 – 12.30 og frá 12.30 – 13.00 undirbúa nemendur sig fyrir öskudagsballið. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3.

Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.00.

Dagskrá hennar er:

Kötturinn sleginn úr tunnunni,

Tunnukóngur/drottning krýnd/ur með viðhöfn                                             

Söngvakeppni öskudagsliða                                                                                       

Marsering – skólavinir marsera saman                                                                                        

Öskudagsball þar sem allir taka þátt

Á öskudagsskemmtuninni þurfa allir að vera í búningum og það telst ekki búningur að setja á sig derhúfu eða svitaband. Foreldrar í búningum eru velkomnir á skemmtunina.  

Rútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14.20.

Eins og við öll vitum þá er tíminn fyrir öskudag er oftast hlaðinn tilhlökkun hjá börnunum. En hjá sumum er hann líka hlaðinn ákveðinni spennu sem myndast við skipan í öskudagslið. Við viljum biðja foreldra um að aðstoða börn sín við að setja saman liðin með því að ráðfæra sig hver við annan svo að allir sem þess óska komist glaðir í öskudagslið.