Pennavinasamstarf við nemendur í Póllandi

Vorið 2019 komu kennarar frá Póllandi í heimsókn í Þelamerkurskóla í tengslum við Erasmusverkefni. Einn kennaranna kom með bunka af bréfum frá nemendum sínum í Póllandi en bréfin eru skrifuð á ensku og eru hluti af enskunámi barnanna. Nemendur í árgangi 2008 hér í Þelamerkurskóla tóku við bréfunum og hafa nú skrifast á við nemendur Przedszkolny í tvö ár, auk þess sem nemendur í 8. bekk eru komnir með pennavini og nokkrir yngri nemendur líka. Nemendur hafa nokkuð frjálsar hendur um hvað þeir skrifa en kennarinn kemur líka alltaf með eitt viðfangsefni sem á að skrifa um, til dæmis páskar og jólahald. Núna eru nemendur að skrifa um eldgosið á Reykjanesi. Á tenglinum hér fyrir neðan má sjá myndir af bréfum sem hafa farið á milli skólanna og myndir af verkefni sem nemendur í Póllandi unnu um Ísland og meðal annars eldvirkni, í desember 2019.