Kæru foreldrar/forráðamenn
Við í 9. og 10. bekk höfum ákveðið að selja peysur merktar skólanum í fjáröflunarskyni. Um er að ræða heilar tvílitaðar hettupeysur með vösum að framan í nokkrum mismunandi litasamsetningum.
Barnapeysur: (5-13 ára) Svört með ljósgrárri hettu, sjávarblá með grárri hettu, fljólublá með gulri hettu og bleik með dökkblárri hettu. Verð 5500 krónur.
Fullorðinspeysur: (s, m, l, xl, xxl) Svört með ljósgrárri hettu, sjávarblá með grárri hettu, fljólublá með gulri hettu og vínrauð með kolgrárri hettu. Verð 6000 krónur.
Boðið verður upp á mátun í skólanum á jólaföndrinu, föstudaginn 30. nóvember. Þá verður einnig tekið á móti pöntunum.
Pantanir þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 5. desember.
|
Laugalandi | 604 Akureyri Sími á skrifstofu: 460-1770 Netfang: thelamork@thelamork.is Kt: 510101-3830 Skrifstofa skólans er opin: Mán-fim: kl. 07:45 - 16:00 Fös: kl. 07:45-15:00 |
Skólastjóri: 460-1770 Frístund: 460-1771 |