Pizzubingókvöld í ÞMS föstudagskvöldið 9. nóv.

Ferðasjóður 9. og 10. bekkjar verður með pizzubingókvöld í Þelamerkurskóla föstudagskvöldið 9. nóvember. Pizzuhlaðborðið hefst kl.19.00 og bingóið kl.20.00.
Verð á pizzuhlaðborðinu er 2000 kr. fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Börn á leikskólaaldri þurfa ekki að borga fyrir pizzuhlaðborðið. Bingóspjaldið kostar 500 krónur.
 
ATH: Það er ekki posi á staðnum.